Í gærkvöldi fór fram fræðslufundur á efri hæð vallarhússins á Torfnesi fyrir þjálfara og stjórnarfólk í Vestra.
Fyrirlesarar voru tveir en það voru þeir Þórir Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður á Ísafirði og stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vestra og Viðar Halldórsson prófessor við Háskóla Íslands.
Vestri leggur mikla áherslu á góða fræðslu fyrir þjálfara og efla þannig faglegt starf félagsins. Eins og rannsóknir sýna þá eru sterk tengsl milli þjálfunnar og umhverfis. Deildir Vestra vinna að heilbrigðum og uppbyggilegum venjum og samstarfi þjálfara þvert á deildir hvar þekking og reynsla er nýtt í sameiginlegum tilgangi iðkendum félagsins og þar með samfélaginu til heilla.
Vel var mætt á fundinn en tæplega 30 manns sátu fundinn sem tókst gríðarlega vel og gefur góð fyrirheit um framhaldið.
ÁFRAM VESTRI
Deila