Fréttir

Vestri - Afturelding. Laugardaginn 9. september. Klukkan 15:00

Knattspyrna | 06.09.2017

Þá er komið að næsta heimaleik okkar manna. En það er leikur við Aftureldingu.

Eins og við öllum vitum þá berst Vestri lífróðri fyrir veru sinni í deildinni, en úrslit síðustu umferða hafa ekki verið okkur hagstæð.

Það er þó enginn búinn að gefast upp og er leikurinn gegn Aftureldingu fyrsta skrefið í að tryggja okkar veru í deildinni.

 

En eins og áður segir er staðan ekki merkileg, Vestri ásamt KV, Hetti og Fjarðabyggð eru öll með 21 stig í næst neðsta sæti deildarinnar, við erum þó með töluvert betri markatölu en hin liðin.

Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild, eiga ekki möguleika á 2. sætinu né þurfa þeir að hafa áhyggjur af fallbaráttunni.

Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar, en þar sem áður var þörf, er nú nauðsyn! Setjum allar ár út og hjálpum strákunum að sækja sigur.

 

Áfram Vestri!

Deila