Fréttir

Vetrafrí og ársþing KSÍ

Knattspyrna | 16.02.2023

Vetrafrí yngri hófst núna í gær og stendur fram á sunnudag. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti nedurnærð á æfingar eftur helgi. 

Ársþing KSÍ verður síðan haldið hérna á Ísafirði helgina 24-26 febrúar. Það er heilmikil dagskrá í kringum þingið. Þingið sjálft er svo á laugardeginum sem endar með kvöldverði og skemmtun.

Fimmtudaginn 23. Febrúar mun KSÍ bjóða upp á fyrirlestur sem ber heitið Einelti, samskipti og forvarnir. Fyrirlesari er Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, en Vanda hefur víðtæka þekkingu og reynslu af viðfangsefninu.

 

Fyrirlesturinn verður kl. 17:00-19:00 á efri hæð í Vallahúsi Vestra á Torfunesi. Frítt er á fyrirlesturinn.

 

Viðfangsefni:

Einelti og samskiptavandi

Jákvæðir og neikvæðir leiðtogar

Liðsandi

Foreldrasamskipti

 

Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góða innsýn í:

 

  1. Hvernig á að koma auga á, fyrirbyggja og taka á einelti og samskiptavanda í knattspyrnuliðum. 
  2. Hvernig hægt er að efla iðkendur sem jákvæða leiðtoga 
  3. Hvernig efla má liðsanda
  4. Hvernig stuðla má að jákvæðum foreldrasamskiptum

 

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfararéttindi fá 4 endurmenntunarstig fyrir að sitja fyrirlesturinn. KSÍ hvetur einnig fólk í stjórnum knattspyrnudeilda og barna- og unglingaráða til mæta á fyrirlesturinn .

 

Hér er skráningarlinkur á viðburðinn - https://forms.gle/19s8sBehfwSwcVtS8 Deila