Fréttir

Zoran Plazonić skrifar undir hjá Vestra

Knattspyrna | 30.01.2018
Zoran þegar skrifað var undir
Zoran þegar skrifað var undir

Um þar síðustu helgi spilaði Zoran Plazonić tvo leiki með Vestra og stóð sig með miklum ágætum, í framhaldi af þeim leikjum var Zoran boðið samning sem hann samþykkti nú rétt eftir helgi.

Zoran, sem kemur frá Króatíu, er öflugur miðjumaður sem á eftir að styrkja hryggjarsúluna í liðinu, en hann kemur með mikla reynslu, en hann hóf ferilinn 2007 með NK Mosor í Króatíu.

Til gamans má geta að Zoran varð bikarmeistari í Bosníu og Hersegóvínu á síðasta ári með þáverandi liði sínu, NK Siroki Brijeg.

Einnig viljum við taka fram að eftirfarandi leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Vestra og óskum við þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Aurelien Naurest (Frenchy)
Kevin Alson Schmidt
Deyan Minev
Saul Halpin
Gilles Mbang Ondo
Mehdi Hadraoui

Deila