Fréttir

... og svo fór allt í gang aftur!

Knattspyrna | 05.01.2009 Þá er starfið hafið á ný og hefjast æfingar í dag eftir æfingatöflu. Ættu þá margir að kætast eftir aðgerðaleysi hátíðanna og örugglega verður gott að spretta úr spori á eftir boltanum. Framundan eru Futsal-mót hjá elstu flokkunum en þau mót fara fram á höfuðborgarsvæðinu en tímasetning er ekki komin frá KSÍ. Þá eru flokkar að fara til Akureyrar á 11 manna mót sem þar eru haldin í janúar og febrúar. Stjórn mun funda á næstu dögum og ákveða þátttöku á mótum ársins í samráði við þjálfara. Gangi ykkur vel! Deila