Fréttir

10. flokkur í fjölliðamóti

Körfubolti | 09.02.2016

10. flokkur lagði land undir fót  í ófærðinni um síðustu helgi og braust af harðfylgi til Grindavíkur og til baka.

 

Lagt var í hann kl. 07.00 að laugardagsmorgni og rétt náðum við í fyrsta leik kl. 14.30, vorum mættir á svæðið 14.20.  Drengirnir drifu sig í búninga og ekkert spáð í ferðaþreytu og tekist á við sameiginlegt lið Hattar og Sindra.  Strákarnir mættu klárir í leikinn og byrjuðu meðlátum, komust í 7-0 og 12-2.  Hattarmenn náðu síðan að klóra í bakkann og staðan eftir fyrsta fjórðung 17-12 fyrir okkur.    Fjórðungur nr. 2 var einnig ströggl, full mikið af mistökum og staðn í hálfleik 22-19.  Skemmst er síðan að segja frá því að síðari hálfleikur vannst með yfirburðum 41-8 og lokatölur 63-27.  Strákarnir fóru að spila fína vörn og keyra upp hraðan sem skilaði sér í þessum góða sigri.

Stigin:

 

Hilmir Hallgrímsson 15 2  4-3
Hugi Hallgrímsson 14    4-2
Haukur Rafn Jakobsson 12    2-2
Benedikt Hrafn Guðnason 8    8-2
Blessed Parilla 6    
Tryggvi Fjölnisson 5 1  
Egill Fjölnisson 2    
Daníel Wale 1    2-1

 Þorleifur Ingólfsson og Stefán Ragnarsson skoruðu ekki en stóðu sig vel.

 

Leikur #2

KFÍ-Fjölnir  83-48

Fjölnismenn urðu næstu andstæðingar.  Fram að þessu höfðum við ekki unnið Fjölni í þessum aldursflokki og sigurinn því kærkominn.  Strákar spiluðu vel, vörnin var góð og mörg stig fengust úr hraðaupphlaupum.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 21 3  
Haukur Rafn Jakobsson 12    
Hugi Hallgrímsson 10 2  
Daníel Wale 10    1-0
Benedikt Hrafn Guðnason 8    4-0
Egill Fjölnisson 8    
Stefán Ragnarsson 6    
Blessed Parilla 4    
Tryggvi Fjölnisson 4    

 

Þetta þýddi að lokaleikurinn gegn Grindavík var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og strákarnir því ákveðnir að koma sér upp í C-riðil.

Við byrjuðum leikinn vel, komumst í 5-0 en Grindvíkingar jafna.  Leikur var síðan jafn fram í hálfleik og staðan þá 21-21.  Nokkuð var farið af draga af okkar mönnum, Bensi lasinn og gat ekki spilað og síðan missum við Hauk í ökklameiðsli í 3. fjórðung.  Samhliða þessu hertu Grindvíkingar á vörninni og ýttu okkur út úr okkar leik og fórum við að taka verri skot og tapa boltum.  Síðari hálfleikur fór 29-16 fyrir Grindavík og leikur því 50-37.  Strákarnir börðust vel og reyndu hvað þeir gátu en Grindavík of stór biti.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 12 3  2-1
Daníel Wale 8 1 2-0
Egill Fjölnisson 7 1  
Haukur Rafn Jakobsson 6    4-2
Hugi Hallgrímsson 4    

 

Heilt yfir var mótið þó gott af okkar hálfu.  Liðið að spila fínan körfubolta á köflum og hefur fararstjóri ekki séð svo fínan körfubolta áður frá drengjunum.  Liðið í mikilli framför hjá Nebojsa þjálfara.  Nú er bara að æfa vel fram að næsta móti og vinna D-riðilinn.

 

Venju skv. voru strákarnir sér og liði sínu til mikils sóma

Deila