Fréttir

16 liða úrslit Subway bikarsins

Körfubolti | 10.11.2009 Í dag kl 14.00 var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna.  Þar varð ljóst að KFÍ mun mæta úrvalsdeildarliði ÍR og fengum við heimaleik sem er fögnuður fyrir áhorfendur okkar á Jakanum, en leikið verður helgina 5.-6. desember.  ÍR er í 8.sæti í úrvalsdeildinni í ár eftir fimm leiki en KFÍ eru efstir í 1.deildinni

Flestir minnast með hlýju þegar KFÍ lék til úrslita í Laugardalshöll vorið 1998 og því hefur bikarkeppnin alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsfólki KFÍ.  Borið saman við glæstan feril ÍR í þessari sömu keppni blikknar vissulega okkar saga, því ÍR hefur lyft bikarnum endurtekið og nú síðast árið 2007.  Það er því ljóst að leikmenn okkar eiga spennandi verkefni framundan - en það er að binda endi á keppni ÍR í Subway bikarkeppninni árið 2009!
Deila