Fréttir

8. flokkur drengja á Akureyri um síðustu helgi

Körfubolti | 20.03.2010
8. flokkur drengja
8. flokkur drengja
Strákarnir í 8. flokki léku í D-riðli á Akureyri um síðustu helgi.  Einn sigur vannst en 3 leikir töpuðust.  Framfarir greinilegar hjá strákunum.

Leikur # 1 
KFÍ-FSU  42-37
Okkar piltar byrjuðu betur og leiðum eftir fyrsta fjórðung 12-6.  Svo kemur afleitur 2. fjórðungur, skorum ekki stig en brennum af 4 vítum, staðan í hálfleik 12-18.  Sami munur hélst út 3. fjórðung en í þeim 4. fór barátta piltanna að skila árangri og breytum við stöðunni úr 21-28 í 32-30.  Í kjölfar þess fáum við svo ótal sénsa til að vinna leikinn(nokkuð mörg víti) en leikur fer í framlegngingu, fyrsta framlenging sem þessir strákar taka þátt í.  Framlenging reyndist síðan einstefna og vinnum við hana 10-4 og leikinn 42-37 og mikil gleði meðal KFÍ pilta enda fyrsti sigurinn í höfn.  Það sem skilaði þessum sigri var gríðarmikil barátta og mikill sigurvilji hjá KFÍ strákunum, vorum miklu grimmari í fráköstum og öllum aðgerðum, góður og kærkominn sigur.
Stigin:
Stig Vítanýting Þriggja stiga
Helgi Bergsteinsson 18 6-3
Hákon Halldórsson  16 12-3 
Kjartan Guðnason  1-1 
Andri Skjaldarson 
Óskar Stefánsson  6-0 

Leikur#2
KFÍ-Sindri 21-46
Leikurinn byrjaði vel fyrir okkur, vorum yfir eftir fyrsta fjórðung 2-1!  Leikur hinna miklu varna.  Vorum svo undir í hálfleik 8-13.  Þá fór hins vegar að halla verulega undan fæti og hrundi vörn og spilamennska hjá okkur í síðari hálfleik. Stigin:
Stig Vítanýting Þriggja stiga
Óskar Stefánsson  12 2-0
Kjartan Guðnason  3
Hákon Halldórsson  2-0 
Kolmar Halldórsson
Helgi Bergsteinsson 

Leikur #3
KFÍ-Þór 14-48
Þriji leikur okkar þennan daginn og var hann gegn besta liðinu Þórsurum.  Skemmst er frá því að segja að þeir tóku okkur í kennslustund. Best að hafa sem fæst orð um þennan leik.
Stigin:
Stig Vítanýting Þriggja stiga
Helgi Bergsteinsson  5 2-1
Sigurður Benediktsson 4 4-2 
Bernharð Överby 4-1
Óskar Stefánsson 2-0 

Leikur #4
KFÍ-ÍR 23-34
Þetta reyndist besti leikur okkar manna þó svo sigur hafi ekki unnist.  Hér var spilað gegn sterkum ÍR-ingum og sýndu strákarnir fína spilamennsku og vorum við vel inni í leiknum lengst af en svo skildi að í restina.  Í þessu leik sýndu strákarnir hvað þeir geta.  Gott að enda mótið með svona góðum leik og nú er bara að byggja ofan á þessa reynslu og koma enn sterkari til leiks í næsta mót.
stigin:
Stig Vítanýting Þriggja stiga
Helgi Bergsteinsson  8 2-1
Hákon Halldórsson 4 8-2 
Óskar Stefánsson 3 2-1
Sigurður Benediktsson
Kolmar Halldórsson 
Kjartan Guðnason 2
Andri Skjaldarson 2

Einn sigur uppskeran í mótinu og framfarir greinilegar.  Mikill vilji og barátta einkenndi liðið og leiðin liggur bara upp á við hjá þessum strákum. Deila