9. flokkur drengja tók þátt í fjölliðamóti í Reykjavík um helgina. Strákarnir stóðu sig vel, unnu 2 leiki af þremur og í raun ekki langt frá því að vinna sig upp um riðil.
Leikur#1
KFÍ-Höttur 44-43
Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til kynna því Hattarmenn skora síðustu 7 stig leiksins og hleyptu smá spennu í leikinn lokin. Okkar strákar byrjuðu vel, staðan 13-5 eftir fyrsta fjórðung, strákar að spila vel saman og vörnin var góð.
Annar fjórðungur var rólegri en hann fór 5-5 og staðan í hálfleik 18-10. Sami munur hélst fram í miðjan fjórða fjórðung, við alltaf 7-10 stigum yfir. Villuvandræði herjuðu á okkur þarna, Tryggvi, Bensi og Rúnar komnir með 5 villur og Haukur fjórar. Þetta slapp þó til og unnum við nauman en samt nokkuð öruggan sigur. Leikurinn var aldrei í hættu en með nokkrum ótrúlegum körfum náðu Hattarmenn að minnka þetta í eitt stig í restina.
Stigin:
Haukur Jakobsson 20
Hilmir Hallgrímsson 8
Tryggvi Fjölnisson 4
Rúnar Guðmundsson 4
Egill Fjölnisson 3
Hugi Hallgrímsson 3
Benedikt Guðnason 2
Blessed Parilla 0
Þorleifur Ingólfsson 0
Leikur#2
KFÍ-Fjölnir 46-55
Þetta reyndist úrslitaleikur mótsins því Fjölnismenn unnu alla sína leiki og þetta reyndist eini tapleikur okkar manna.
Leikurinn við Fjölni reyndist hörkuleikur, þeir yfirleitt skrefinu á undan, við náum að jafna leikinn nokkrum sinnum, náðum forystu um miðjan annan leikhluta. Við missum heimamenn síðan fram úr okkur aftur og staðan í hálfleik 19-24. Sama sagan í þriðja leikhluta, við náum að jafna um miðjan leikhlutan og þeir enda leikhlutann með 10-2 kafla. Vantaði stöðugleika hjá okkur, full mörg mistök. Í fjórða náum við síðan aldrei alveg að brúa bilið og heimamenn sigra sanngjarnt.
Stigin:
Haukur 25
Rúnar 7
Hilmir 6
Benedikt 5
Hugi 3
Leikur#3
KFÍ-Ármann 50-40
Öruggur sigur í þriðja leik hjá KFÍ drengjum. Náum öruggri forystu í byrjun, staðan 16-5 eftir fyrsta fjórðung og 34-15 í hálfleik. Hins vegar gefum við eftir í seinni hálfleik og í stað þess að bæta í þá vinna Ármenningar síðari hálfleikinn og leikur endar 50-40. KFÍ strákar virkuðu ansi þreyttir þegar leið á leikinn og hefðu amk ekki átt að vera þreyttari en Ármenningar sem höfðu úr nokkuð færri strákum að spila. Nú er að vera duglegir að mæta á æfingar og bæta úthaldið.
Stigin
Haukur 21
Hugi 9
Rúnar 8
Hilmir 5
Blessed 4
Egill 2
Tryggvi 1
Niðurstaðan 2 sigrar og eitt tap. Fín frammistaða hjá strákunum og framfarir greinilegar. Samspil orðið mun betra og liðsheildin sterkari. Fínir kaflar sáust bæði sóknar- og varnarlega en stöðugleikinn ekki alveg til staðar. Slæmu kaflarnir full langir. Fréttaritara fannst skorta aðeins upp á úthaldið, við byrjuðum alla leikina vel en svo dró af okkur þegar á leikina leið. Mjög einfalt að laga slík vandamál. Mæta á allar æfingar og taka á því, leggja sig fram, maður spilar jú eins og maður æfir.
Deila