Fréttir

Æfingabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 04.02.2010
Fjör s.l. sumar í æfingabúðum KFÍ 2009.
Fjör s.l. sumar í æfingabúðum KFÍ 2009.
Æfingabúðir KFÍ 2010 eru komnar á dagskrá og verða þær með svipuðu sniði og í fyrra. Ekkert verður slakað á í gæðum og erlendir þjálfarar búðana verða tilkynntir innan tíðar. Setning búðana verður mánudaginn 7 júní til sunnudagsins 13 júní.
Mikil ánægja var með hvernig til tókst í fyrra og er kominn tilhlökkun í mannskapinn hér að gera þetta aftur og ljóst að þetta verður fastur liður hjá okkur á næstu árum.

Nú þegar eru komnar fyrirspurnir frá félögum um allt land og munum við því reyna flýta því að setja inn fréttir hvernig þessu verður háttað og byrja að taka við pöntunum.
Deila