Fréttir

Æfingatafla KFÍ alveg að verða tilbúin – æfingar hefjast í næstu viku.

Körfubolti | 28.08.2013
Gaman í körfu
Gaman í körfu

Þessa dagana er unnið að því innan HSV að setja saman tímatöflu í íþróttahúsunum á Ísafirði þar sem íþróttafélögin skipta með sér þeim takmörkuðu gæðum sem tímar í húsunum eru.  Þar sem HSV taflan er enn í vinnslu getur KFÍ ekki lokið við gerð æfingatöflu félagsins en vonast er til að þeirri vinnu ljúki á allra næstu dögum. Stefnt er að því að æfingar allra aldursflokka hefjist í næstu viku og verður æfingataflan birt hér á heimasíðunni okkar um leið og hún er tilbúin.

 

Unglingaráð

Deila