Fréttir

Ágæt frammistaða hjá 7. flokki

Körfubolti | 20.10.2013
Verið að skipuleggja næstu aðgerðir
Verið að skipuleggja næstu aðgerðir

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá 7. flokki. Leikið var hér vestra á laugardegi í Bolungarvík og á sunnudeginum á Ísafirði. Fjölnir, Valur, Snæfell og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í mótinu og enduðu leikar þannig að Fjölnismenn sigruðu alla sína leiki og unnu sig upp í B-riðil.  Öll úrslit mótsins má nálgast hér. KFÍ drengir léku 4 leiki og töpuðust þeir allir en ágætis frammistaða sást á köflum.  Við söknuðum sárt tvíburanna Huga og Hilmis sem ekki gátu verið með okkur að þessu sinni.  Okkar hlutskipti var því að falla niður í D-riðil en munum vinna okkur jafnharðan upp í C-riðil aftur.

 

Leikur #1

KFÍ-Fjölnir  11-44

 

Fyrsti leikurinn gegn besta liðinu Fjölni.  Við byrjuðum illa, vorum undir 12-2 eftir fyrsta fjórðung en fórum svo aðeins að átta okkur á hlutunum þegar leið á leikinn.

Stigin:

Tryggvi Fjölnisson  4

Magni Þrastarson 3

Gísli Njálsson 2

Egill Fjölnisson 2

Benedikt Guðnason 0

Þorleifur Ingólfsson 0

Michal Glodkowski 0

 

Leikur #2 

KFÍ - Snæfell 29-30

Hörkuleikur þar sem úrslitin réðust á lokamínútunum.  Nú var allt önnur barátta í KFÍ piltum, börðust vel í vörn og fráköstum.  Flott spil sást og strákarnir virkilega að spila vel á köflum.

Stigin:

Tryggvi 8

Egill 7

Gísli 4

Benedikt 4

Magni 4

Þorleifur 2

 

Leikur # 3

KFÍ-Valur  8-42

Leikur sem hófst kl. 08.00 á sunnudagsmorgni og engu líkara en okkar piltar væru enn á koddanum.  Vantaði alla baráttu og yfirspiluðu sprækir Valsarar okkur.  Daníel Wade sem ekki gat verið með á laugardeginum mætti þó sprækur.

Stigin:

Tryggvi 4

Benedikt 2

Þorleifur 2

 

Leikur # 4

KFÍ - Þór  52-22

Í þessum leik sýndu við ágætis leik, vörnin og baráttan til fyrirmyndar og engin uppgjöf í hópnum eins og aðeins sást í Valsleiknum fyrr um morguninn.  Mjög góð frammistaða gegn góð liði Þorlákshafnarbúa.

 

Stigin:

Egill 6

Gísli 4

Benedikt 4

Daníel 4

Tryggvi 2

Magni 2

 

Þó svo engin sigr hafi unnist er greinilegt að liðið er í framför.  Andstæðingar í C-riðli eru erfiðir en vð kláruðum veturinn í fyrra með því að vinna okkur upp úr D-riðli og fengum því öflugri andstæðinga núna.  Við söknuðu Huga og Hilmis en aðrir strákar tóku við keflinu og gaman að sjá framfarir og hvers þeir eru megnugir þegar þeir fengu trúna á verkefnið.  Michal var sá eini sem ekki náði að skora en hann stóð sig engu að síður mjög vel og áberandi framfarir hjá honum frá því í fyrra, barðist eins og ljón í vörninni og spilaði vel fyrir liðið.

 

Nú er að mæta á allar æfingar og  æfa vel fyrir næsta mót og þá fara sigrarnir klárlega að detta inn.

Deila