Fréttir

Allyson Caggio tekur við framkvæmdastjórnun körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 30.10.2023

KKD Vestra hefur náð samkomulagi við Allyson Caggio um að taka að sér framkvæmdastjórnun körfuknattleiksdeildar fyrir tímabilið 2023/24.

Allyson kom til Vestra 2021, spilaði með meistaraflokk kvenna eitt tímabil og lagði svo skóna á hilluna, en hafi þó ekki sagt skilið við félagið þar sem hún hóf þjálfun á yngri flokkum í kjölfarið og hefur starfað sem yfirþjálfari yngriflokka síðan 22/23.

Á þessu tímabili mun Allyson halda áfram að starfa sem yfirþjálfari en bætir við sig starfi framkvæmdarstjóra og umsjón á meistaraflokki karla.

Við bjóðum Allyson velkomna til starfa.

F.h. stjórnar KKD Vestra
Shiran Þórisson
Formaður stjórnar

Deila