Fréttir

Ari Gylfason í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 26.06.2010
Ari vill koma sem fyrst
Ari vill koma sem fyrst
Þá er komið að Ara Gylfasyni að svara nokkrum laufléttum fyrir okkur og hér er afraksturinn.

1. Hvað ertu gamall ?
20 ára fæddur 1989
 
2. Hvenær byrjaðir þú í körfu ?
ég að æfa þegar ég var um 7 ára gamall 

3. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn ?
Erfitt að segja en held ég segi Humar, krónhjartarsteik, hreindýr og folald 

4. Hvaða lið í NBA (og leikmaður) ?
2008 var það New Orleans en ég er byrjaður að hallast að Chicago núna en minn uppáhaldsleikmaður er Chris Paul og Kobe "Black Mamba" Bryant 

5. Af hverju KFÍ ?
Kominn tími á að gera eitthvað nýtt og fá ferska áskorun 

6. Hvernig líst þér á aðstæður ?
Líst vel á þær hef reyndar bara séð hluta af þeim en það sem komið er fínt. 

7. Hvernig líst þér á þjálfarann ?
Þjálfarinn var það sem batt endanlega hnút á þessa ákvörðun hjá mér því hann er með áherslur og þjálfunaraðferðir sem tekur mig aftur þegar ég byrjaði í FSu og það er einmitt sem mér líkar. Sjáum svo til þegar á líður. 

8. Hvaða takmark á KFÍ að setja sér ?
Ég hef ekki séð allan hópinn enn og mér finnst að liðið í heild ætti að setjast niður saman og taka þá ákvörðun í sameiningu og vinna sig upp frá því. 

9. Hvenær kemur þú vestur ?
Ég kem vestur þegar ég fæ vinnu, því fyrr því betra !!! :)


Við þökkum Ara fyrir skjót svör og hlökkum til að sjá hann sem fyrst fyrir vestan ! 
Deila