Fréttir

BREYTTUR LEIKTÍMI! KFÍ mætir Valsmönnum heima

Körfubolti | 20.11.2014

Það er komið að næsta heimaleik en karlalið KFÍ mætir val hér heima í 1. deild karla laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00 ATH breyttur leiktími vegna þess að flugi var aflýst. Valsmenn fóru vel af stað í vetur og unnu þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en töpuðu í síðustu umferð gegn ÍA.

 

Að vanda verður svo fírað upp í Muurikka pönnunni klukkan 18:30 og boðið upp á ljúffenga hamborgara.

 

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á leikinn geta að sjálfsögðu fylgst með leiknum í beinni á KFÍ-TV.

Deila