Fréttir

Baráttusigur hjá stelpunum gegn Fjölni-b í dag

Körfubolti | 25.11.2012
Flottar í dag
Flottar í dag

Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta heimaleik í vetur og voru gestir okkar Fjölnir-b. Bæði lið komu ákveðin til leiks og var mikil barátta um alla lausa bolta. KFÍ stelpurnar voru þó skrefinu á undan og leiddu 18-16 eftir fyrsta leikhluta.

 

Taflið snérist örlítið við í öðrum leikhluta og voru stelpurnar úr Fjölni duglegar að finna opin skot undir körfunni og sóttu hart. Annar leikhluti var þeirra og staðan í hálfleik hnífjöfn 31-31.

 

Eftir tedrykkjuna í hálfleik komu Ísdrottningarnar vel stemdar til leiks og tóku þann þriðja 21-15 og þegar haldið var til síðasta leikhlutans var staðan 52-46.

 

Það var þó ekkert auðvelt að hrista gestina af sér sem börðust vel og náðu að halda sér í leiknum. Fór svo að lokum að við tókum þennan og var það liðsheildin sem hélt og allir að leggja sitt af mörkum. Lokatölur 73-68 og fyrsti heimleikur endar með sigri.

 

Í liði KFÍ er Brittany Schoen og sýndi hún flotta atkta í dag og endaði stigahæst með 31 stig og 5 stoðsendingar. Næst henni kom Eva Margrét með 20 stig og 7 fráköst. Stefanía endaði með 7 stig og 5 fráköst. Vera var með 5 stig og 5 fráköst og Linda litla systir Evu var með 5 stig og er gríðarlegt efni og aðeins 13 ára. Sunnar var með 3 stig en var frákastahæst okkar stúlkna með 8 stykki og munar um minna í svona baráttuleik.Lilja var með 2 stig og 1 frákast. Mareller var með 5 fráköst og þar af 2 stór í sókn. Rósa og Málfríður tóku sitt hvort frákastið en stóðu vaktina vel.

 

Lið okkar er byggt á mjög ungum stelpum sem eiga eftir að verða enn betri. Það sem okkur vantar eru leikir, en við höfum einungis spilað þrjá leiki ef þessi er talin með og verður gaman að sjá þær þegar líður á tímabilið.

 

Þessi kom á liðsheild og sérstaklega í vörninni þegar mestu máli skiptir.

 

Tölfræðin var eilítið einkennileg hjá okkur þar sem við vorum með 29% nýtingu í tveggja stiga skotum en 40% í þriggja, 70% á línunni og 42 fráköst þar af 12 í sókn sem er mjög fínt.

 

 

 

Áfram KFÍ 

Deila