Fréttir

Borce vinur okkar kemur í æfingabúðirnar

Körfubolti | 15.04.2013

Borce Ilievski sem þjálfaði hjá okkur í mörg ár og er núverandi þjálfari Breiðabliks er á leið heim í sæluna og verður einn af þjálfarateyminu í æfingabúðum KFÍ 2013. Það ættu allir að kannast við kappann, en hann hefur gert marga frábæra hluti fyrir körfuboltann á Íslandi og er mikið gleðiefni að fá kappann til starfa hjá okkur. Enn frekari fréttir koma á næstu dögum. Hver er næstur?

Deila