Litla systir Craig er komin til Ísafjarðar. Brittany 23 ára gömul er gengin í raðir meistaraflokk kvenna KFÍ. Hún útskrifaðist frá Indiana State University og sló nokkur met. Þar spilaði hún sem bakvörður/skotbakvörður . Hún er mikil skytta líkt og bróðir hennar og þegar hún útskirfaðist í vor og endaði í átjánda sæti yfir stigahæstu stúlkum ISU frá með 1.118 stig. Alls hafa 24 stúlkur komist í hinn fræga 1000 stiga klúbb.
Brittany setti met í þriggja stiga skotum og komst þar með í sögubækurnar í ISU. Hún sló met sem stúlka að nafni Kelsey Luna átti og er sem stendur í fimmta sæti í Missouri Valley Conference deildinni frá upphafi.
Í High School var það faðir hennar Randall sem þjálfaði stúlkuna og endaði hún sinn feril þar með því að vera allt í öllu í blaki, hafnarbolta og að sjálfsögðu körfu og endaði sinn feril sem níunda stigahæsta stelpa í IHSAA með 2,293 stig. Hún þrisvar sinnum valin MVP þar einnig. Hún var fjórum sinnum valin leikmaður ársins og tvisvar var hún valin "All State" af hinu virta Hoosier Basketball Magazine. Hún er enn með metið í South Central í stolnum boltum og á metið í þriggja stiga skotum í einum og sama leik. Hún var með 23,8 stig í leik, 4,7 stoðsendingar, 3,2 stolna og 6,6 fráköst a.m.t. í leik allan feril sinn í HS.
Brittany spilar sinn fyrsta leik í dag gegn Skallagrím og hefst leikurinn kl. 13.00. Við viljum bjóða Brittany kærlega velkomna til KFÍ og vitum að hún er ekki síðri einstaklingur en restin af Schoen fjölskyldunni sem við þekkjum svo vel.
Áfram KFÍ
Deila