Fréttir

Christopher Anderson til KFÍ

Körfubolti | 10.11.2015
Christopher Anderson ásamt Ingólfi Þorleifssyni, formanni KFÍ.
Christopher Anderson ásamt Ingólfi Þorleifssyni, formanni KFÍ.

KFÍ hefur samið við Christopher Anderson um að leika með félaginu í 1. deildinni. 

Christopher, sem er um tveir metrar á hæð, hefur leikið með úrvalsdeildarliði FSu undanfarna mánuði og var með 20,8 stig og 7,5 fráköst í 11 leikjum í öllum keppnum með félaginu. Í úrvalsdeildinni leiddi hann FSu í stigaskorum (20,0 stig) og þriggja stiga nýtingu (48,3%) en mest skoraði hann 36 stig í einum leik.

Við bjóðum Christopher hjartanlega velkominn til Ísafjarðar!

Deila