Að lokinni góðri æfingu í gærkvöldi samdi bakvörðurinn knái Daníel Þór Midgley við KFÍ. Daníel er uppalinn í KFÍ og á að baki 42 leiki með félaginu í 1. deild og úrvalsdeild. Hann varð 1. deildar meistari með KFÍ vorið 2010 eftir að liðið vann 16 af 18 leikjum sínum í deildinni. Hann lék með Bolvíkingum í 2. deild á árunum 2010-2012.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er Daníel öskufljótur leikmaður sem verður gaman að sjá á nýjan leik á parketinu á Jakanum.
Deila