Fréttir

Ekki einungis góðir í körfubolta.

Körfubolti | 10.06.2009
Hákon, Sigmundur, Atli, Kormákur (sá með íspokann við hnéð), Gautur og Tómas.
Hákon, Sigmundur, Atli, Kormákur (sá með íspokann við hnéð), Gautur og Tómas.
Í gær var útskrift Grunnskólans á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar KFÍ á staðnum voru 6 og stóðu sig allir með prýði í skólanum, enda var uppskeran í samræmi við það (...alveg eins og í íþróttunum!).

Vert er að minnast á það að Atli Þór Gunnarsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í
verk- og listgreinum. Sigmundur R. Helgason hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn (9.7)!!, auk þess sem hann fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og ensku. Auk þeirra tveggja voru að útskrifast þarna þeir: Andri Már Einarsson, Gautur Arnar Guðjónsson, Hákon Vilhjálmsson, Kormákur Viðarsson og Tómas Ari Gíslason. KFÍ er stolt af þessum sómapiltum og óskar þeim öllum til hamingju, og alls hins besta í framtíðinni!
Deila