Fréttir

Ekki þurfti neitt nema línuskauta á Jakanum í kvöld

Körfubolti | 09.12.2011
Edin er mættur til leiks!
Edin er mættur til leiks!
1 af 5

KFÍ drengirnir þurftu ekki að sýna stórleik gegn Fsu í Powerade bikarnum og satt að segja var þetta ekki áferðafallegur bolti sem liðin sýndu í kvöld, en sigur var það heillin. Lokatölur 86-52 og við komnir í 16 liða úrslit og verður dregið n.k þriðjudag þar sem við fáum að vita hverjir mótherjar okkar verða.

 

leikurinn hófst fjörlega og snemma sást í hvað stefndi. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-10.  Í öðrum byrjaði Pétur að skipta leikmönnum inn á í gríð og erg og stákarnir að spila ágætlega. þegar skautað var til tehlésins var staðan orðin 44-22 og er það að við höldum met í  fæstum stigum gegn okkur á heimavelli í einum hálfleik.

 

Í þeim þriðja skrúfuðu drengirnir frá krananum og helltu sér hreinlega yfir Fsu piltana og þegar haldið var til fjórða og síðasta leikhluta var staðan 75-32 og fengu ungu strákarnir að klára leikinn í bland með Edin, Craig og. Lokatölur í leiknum urðu sem áður er greint frá 86-52.

 

Það sem stakk mest í kvöld var hve dómarar leiksins dæmdu mikið og fékk leikurinn aldrei að fara á fulla ferð sem gerði þennan leik að hálfgerðum göngubolta og er það ekki það sem fólk kaupir sig til að sjá.

 

Gaman var að sjá Edin aftir í búning, en þessi eðalpiltur var hjá okkur í fyrra en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Honum var vel fagnað og hann þakkaði fyrir sig með príðisleik.

 

Vörnin hjá okkur var ágæt, en samt ekki fullkomin og ekki vænlegt að láta lið taka af okkur 13 fráköst í vörninni. En sóknin var að sama skapi fín og margir að leggja til í púkkið sem er flott.

 

Það er eitt sem við viljum kom að. það var engin tölfræði í beinni á netinu nema frá okkur sem er bagalegt og verða menn að taka sig til og gera betur. Við viljum vera sýnileg og til þess þurfa allir að ganga í takt.

 

Stig KFÍ.  Edin 19 sitg 11 fráköst, Ari 18 stig 2 fráköst og 3 stolna, Kristján Pétur 12 stig (4/8 í þriggja), Chris 10 stig, 8 fráköst, Siggi Haff 9 stig, 2 stolna, Jón Hrafn 6 stig, 11 fráköst,  Craig 5 stig, 3 fráköst og 10 stoðir, Hlynur Hreins 5 stig, 2 stolna og Sævar Vignisson 2 stig.

Deila