Fréttir

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Körfubolti | 29.01.2010
Hver myndi skjóta þennan?
Hver myndi skjóta þennan?

KFÍ mótmælir þeirri ómannúðlegu stefnu stjórnvalda "að skjóta fyrst og spyrja svo" þegar kemur að mögulegum tvíförum ástsæls lukkudýrs okkar KFÍ manna.  Nú hafa borist þær fregnir að ung birna hafi verið felld fyrir Norðan.  Hér eru ekki allir vissir um hverra manna þessi björn var en vissulega var lukkudýrið okkar ekki eins stórt og fullvaxið karldýr og því óttast margir hið versta.  

Eftir ítrekaðar fréttir af sviplegum endi á ferðum þessara dýra á Norðurlandi, þarf engan að undra að lukkudýr okkar skuli ekki enn hafa þorað að koma heim af flakki því sem það lagði upp í fyrir um 5 árum.  Við höfum þó ekki gefið upp alla von og skorum á stjórnvöld að leyfa fulltrúa KFÍ að fá tækifæri til þess að bera kennsl á dýrið ef svo óheppilega skyldi vilja til að þarna sé þá komið okkar lukkudýr.

Deila