Enn og aftur gerist það að fjölliðamót sem haldið er út á landi hverfur nánast á nokkrum dögum. Upphaflega áttu að vera fjögur lið hér að keppa, en Fsu og Haukar drógur sig úr keppni og var þá eitt lið utan okkar í KFÍ sem skipuðu mótið.
Það voru hressir krakkar frá Ármanni sem komu hér glöð og hress og öttu kappi við KFÍ. Ármann var með A og B lið og voru þetta því þrjú lið sem kepptu. Ármann sigraði að lokum, en blandað lið þeirra setti skemmtilegan svip á með stelpur og stráka.
Kjartan Daníel í KFÍ datt illa og handleggsbrotnaði og sendum við honum baráttukveðjur.
Fyrsti leikurinn var KFÍ gegn Ármann-B og tóku heimadrengirnir þann slag, lokatölur 31-24. Allir spiluðu og áttu fínan leik.
Stig KFÍ: Hilmir 13, Hugi 8, Þorleifur 6, Egill 6 og Gísli 2.
Seinni leikur okkar var gegn Ármann-A og þar reyndust Ármenningar mikið mun betri og sigruðu örugglega, lokatölur 29-67.
Þess ber þó að geta að við börðumst vel og var gaman að sjá Egil sem setti 18 stig vel matyaður af flottum sendingum frá Hilmi.
Stig KFÍ: Egill 18, Hilmir 9, Þorleifur 2.
Svo var að lokum leikur Ármann-A og Ármann-B þar sem nokkrir piltar frá KFÍ léku með B-liðinu og fór svo þar að B-liðið sigraði, lokatölur 36-35.
Krakkarnir skemmtu sér vel og voru þau hress og kát með daginn. það setti þó óneitanlega leiðinlegan svip á að þau fengu ekki fleiri leiki og vonum við til að svona verði ekki oft á dagskrá í vetur.
Deila