Fréttir

Fjölliðamót á Ísafirði í 7. flokki stúlkna

Körfubolti | 18.11.2015
Stelpurnar í 7. flokki KFÍ á fyrsta fjölliðamótinu í haust.
Stelpurnar í 7. flokki KFÍ á fyrsta fjölliðamótinu í haust.

Um helgina fer fram önnur umferð í Íslandsmóti 7. flokks stúlkna og nú eru það stelpurnar í 7. flokki KFÍ sem eru gestgjafar í B-riðli. Gestirnir koma víða að en þeir eru KR, Njarðvík b og sameiginlegt lið Tindastóls og Þórs Akureyri. Mótið hefst kl. 16 á laugardag og því lýkur um kl. 13 á sunnudag.

Þjálfari stúlknanna er Grindvíkingurinn og meistaraflokksleikmaðurinn Nökkvi Harðarson en honum til aðstoðar er félagi hans úr meistaraflokki, Hákon Ari Halldórsson, sem einnig þjálfar 8. flokk drengja KFÍ.

Stelpurnar æfa í sameiginlegum æfingahópi stúlkna á aldrinum 11-13 ára og er hann sá stærsti í yngri flokkum KFÍ um þessar mundir en hátt í 20 stúlkur æfa með hópnum að staðaldri.

Við vonum að foreldrar, ættingjar, vinir og áhugafólk um körfubolta fjölmenni á Torfnes um helgina til að hvetja stelpurnar okkar til dáða en það getur skipt miklu fyrir frammistöðu í yngri flokkum að finna fyrir góðum stuðningi frá áhorfendum. Hér fyrir neðan eru tímasetningar leikjanna . 

21-11-2015
16:00 KR 7. fl. st.   KFÍ 7. fl. st.
17:00 Njarðvík b 7. fl. st.   Tindastóll/Þór Ak. 7. fl. st.
22-11-2015
09:00 Njarðvík b 7. fl. st.   KFÍ 7. fl. st.
10:00 KR 7. fl. st.   Tindastóll/Þór Ak. 7. fl. st.
11:00 Tindastóll/Þór Ak. 7. fl. st.   KFÍ 7. fl. st.
12:00 KR 7. fl. st.   Njarðvík b 7. fl. st.

 

Deila