Fréttir

Fjör hjá "púkunum"

Körfubolti | 04.11.2009
Flottur hópur hjá KFÍ. Mynd: Málfríður Arna Helgadóttir
Flottur hópur hjá KFÍ. Mynd: Málfríður Arna Helgadóttir
Það er óhætt að fullyrða að púkarnir okkar hafi verið spenntir þegar lagt var á stað í fyrsta mótið þeirra. Áfangastaðurinn var Grafarvogurinn og verkefnið "Hópabílamót Fjölnis".  Þetta eru fyrstu spor þeirra í körfuboltanum og spennustigið svakalegt. Sumir voru á því að spila ekki neitt, en það var fljótt að fara og allir klárir um leið og flautað var :)

Við áttum að spila fimm leiki, en þeir breyttust í átta og þá á tveim dögum. Hafa ber í huga að ekki voru dómararnir grimmir á reglum, enda flestir að byrja í körfunni og var þetta mót meira til þess að kynna sig fyrir öðrum og mynda félagsleg tengsl.  Um 370 krakkar tóku þátt í mótinu og var framkvæmd mótsins, Fjölni til mikils sóma og klárt að við reynum að mæta aftur að ári.

Jakob Einar og Craig voru með krökkunum allan tímann og stóðu sig frábærlega. Einnig er ánægjulegt að segja frá því að foreldrarnir voru þarna allan tímann einnig og fengu að sjá bros á andlitum og ákefð í augum :)

Fyrir utan leikina var farið í bíó og kvöldvaka var þar sem Ragnar Torfason fór á kostum eins og hans er von og vísa. Krakkarnir okkar enduðu öll sem sigurvegarar, sem og allir aðrir á mótinu. Allir fengu verðlaun og er það í takt við íþróttaandann sem á að vera þegar svo ungir krakkar eiga í hlut.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu með okkur suður og gerðu þessa ferð að veruleika. Hafið þökk fyrir. Deila