Fréttir

Fjórir KFÍ leikmenn í landsliðshópum

Körfubolti | 01.12.2014

Þau gleðilegu tíðindi bárust á föstudaginn var að fjórir leikmenn KFÍ hafa verið valdir í æfingahópa fyrir yngri landslið KKÍ fyrir árið 2015.

 

Hinn bráðefnilegi framherji/miðherji Haukur Rafn Jakobsson, leikmaður 9. flokks drengja KFÍ, var valinn í æfingahóp U15 liðs drengja sem Jóhannes A. Kristbjörnsson þjálfar.

 

Þrjár stúlkur úr hinum efnilega meistaraflokki kvenna eru svo í æfingahópum kvennalandsliðanna. Framherjinn Saga Ólafsdóttir var valin í æfingahóp U15 liðs kvenna sem er þjálfað af Helenu Sverrisdóttur og Ingvari Þór Guðjónssyni. Bakvörðurinn Linda Marín Kristjánsdóttir var valin í U16 lið kvenna sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfar en Linda var einmitt síðasta vetur í æfingahópi U15 liðs kvenna. Eva Margrét Kristjánsdóttir var valin í æfingahóp U18 liðsins sem Jón Guðmundsson þjálfar en Eva hefur áður bæði æft og spilað með U16 og U18 liðin auk þess sem hún hefur verið valin í æfingahóp A-landsliðsins.

 

Það er sannarlega gaman að eiga svona glæsilega fulltrúa KFÍ á vettvangi landsliða KKÍ. Stjórn KFÍ óskar þessum efnilegu iðkendum innilega til hamingju með árangurinn.

Deila