Fréttir

Fjórir fulltrúar Vestra í lokaæfingahópum U16 og U18 landsliða

Körfubolti | 02.02.2019
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.

Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18. Í vor verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir verkefni sumarsins 2019.

Við óskum krökkunum innilega til hamingju með áfangann. Áfram Ísland!

Fyrsta verkefni  landsliðanna er Norðurlandamót  U16 og U18 sem fram fer í lok júní og byrjun júlí í í Kisakallio skammt frá Helsinki í Finnlandi. Síðsumars tekur svo við Evrópukeppni FIBA. U16 lið stúlkna leikur í Sofiu í Búlgaríu dagana 15.-24. Ágúst. Mótherjar liðsins í verða Slóvenía, Serbía, Bosnía, Rúmenía og Svartfjallaland. U16 lið drengja leikur í Padgorica í Svartfjallalandi 8.-17. ágúst og mætir Danmörku, Svatfjallalandi, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. U18 lið drengja leikur í Oradea í Rúmeníu 26. Júlí til 4. ágúst og mætir Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi.

Deila