Fréttir

Frábær KFÍ dagur að baki

Körfubolti | 13.11.2010
Guðni var frábær í dag
Guðni var frábær í dag
Það var rosalegt stuð í morgun þegar kynningardagur KFÍ var haldinn. Vel var auglýst og mæting var kl.11.00 í morgun. Dagskráin gekk út á að kynna alla leikmenn KFÍ í öllum flokkum og farið í ýmsa leiki með krökkunum. Þriggja stiga keppni, troðslu keppni, andlitsmálun, bakaríð kynnti nýtt bakkelsi sem heitir "þristur-inn" og "troðslan" og smakkaðist það frábærlega vel. Plaköt voru í boði með myndum af meistaraflokki KFÍ og árituðu  leikmenn fyrir krakkana. Gamlir KFÍ búningar voru til sýnis og hægt var að kaupa ýmsan KFÍ varning.

Þessi dagur tókst með afbrigðum vel og var þátttakan mjög góð. Skipulagning var til fyrirmyndar og stóðst öll tímasetning. Hápunktur dagsins var þegar Geiri í Stjörnuryk og MC Ísaksen frumfluttu nýja KFÍ lagið "live" og myndaðist flott stemning hjá viðstöddum.

KFÍ vill skila þökkum til allra sem að þessum degi komu og þó sérstaklega Gunnari Bjarna séní fyrir plakötin og þeim Geira og MC Ísaksen að koma alla leið að sunnan til að taka þátt í deginum með okkur. Þetta er byrjun á skemmtilegum vetri og kom fólki saman sem aldrei fyrr, jafnt ungum sem öldrum. Takk fyrir okkur og munið mánudaginn 17.00 er KFÍ-KR í drengjaflokk og kl. 19.15 KFÍ-KR í meistaraflokk. Sem sagt allir á Jakann, 1,2,3 KFÍ  Deila