Fréttir

Fullt af leikjum um helgina hjá KFÍ

Körfubolti | 24.11.2010
Shiran er hér í góðum félagsskap. Með honum eru þeir Hrafn Kristjánsson og Baldur Ingi Jónasson
Shiran er hér í góðum félagsskap. Með honum eru þeir Hrafn Kristjánsson og Baldur Ingi Jónasson
Það er nóg að gera hjá KFÍ um helgina. 9. flokkur stúlkan fer á Flúðir og tekur þátt í fjölliðamóti. Drengjaflokkur KFÍ fær Fjölni úr Grafarvogi í heimsókn og keppa við þá í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík og hefst leikurinn kl.15.00.

Síðan mun meistaraflokkur karla taka á móti Keflavík í Iceland Expressdeildinni og verður það frumraun félaganna Shirans Þórissonar og Gaua Þorsteins sem þjálfara. Leikur meistaraflokk er sunnudaginn 28. nóvember kl. 19.15

Við skorum á alla að mæta á leiki KFÍ á helginni og hvetja þau til dáða.

Áfram KFÍ. Deila