Fréttir

Fúsíjama TV

Körfubolti | 23.08.2010
Fúsíjama TV - fyrstir, fremstir, alltaf, allsstaðar.
Fúsíjama TV - fyrstir, fremstir, alltaf, allsstaðar.

Í dag er sannkallaður hátíðisdagur fyrir íslenska körfuboltaaðdáendur en í morgun fór í loftið hinn frjálsi og óháði íþróttamiðill Fúsíjama TV.

Fúsíjama TV er frjáls og óháður íþróttamiðill og er fjölmiðlaangi Fúsíjama Group sem einnig rekur Fúsíjama BCI körfuboltastórveldið. Fúsíjama Group og öll undirfélög þess hafa höfuðstöðvar sínar í hjarta Vestfjarða, Hnífsdal.

Fúsíjama TV var stofnað í byrjun 21. aldarinnar með það að markmiði að vera ósvífin áróðursmaskína stórveldisins. Hefur það gengið eftir með þeim árangri að félagið er orðið heimsfrægt í Japan.

Síðunni er haldið uppi af þremur pennum sem eiga það allir sameiginlegt að vera miklir besserwisserar og hafa aldrei rangt fyrir sér. Þá hafa þeir allir á einum tíma eða öðrum spilað með KFÍ. Skrif þeirra einblína á NBA körfuboltann en aldrei að vita nema eitthvað verði ritað um íslenska körfuboltann. Fúsíjama TV færir svo lesendum sínum öll heitustu körfuboltavídjóin og að sjálfsögðu erum við svo með facebook síðu sem verður reglulega uppfærð. Einnig er að finna á síðunni gríðarmikinn gagnabanka frá fyrrum skrifum ritstjórnar.

Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í HM í körfubolta mun Fúsíjama TV fjalla um hvern riðil fyrir sig fram að mótinu sem hefst 28. ágúst. Þá verður umfjöllun um mótið eftir hvern dag þar sem farið er yfir úrslit dagsins, stöðu í riðlinum og komandi leiki.

Deila