Fréttir

Fyrsti leikurinn á föstudag hjá KFÍ

Körfubolti | 03.09.2013
Þessir eru klárir
Þessir eru klárir

Þá er komið að því. Karfan er að byrja og það mánuði fyrr en venjulega því að Lengjubikarinn var færður fyrr fram til að lengja tímabilið sem er mjög jákvætt fyrir alla. Sem sagt þá er fyrsti leikur okkar á Jakanum á föstudagskvöldið og hefst kl.19.15 og gestir okkar Stjarnan frá Garðabæ með snillingana Teit Örlygsson og Snorra Örn Arnaldsson í fararbroddi. Við erum spenntir að byrja og hlökkum mikið til að takast á við verkefni vetrarins.

 

KFÍ-TV mun nú sem endranær þjóna þeim fjölmörgu sem komast ekki á leikina og munu bjóða upp á nýjungar og skemmtilegheit.

 

Hér er smá upprifjun fyrir föstudaginn

 

Deila