Fréttir

Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni gegn Tindastól

Körfubolti | 04.10.2010
Craig heimtar ykkur á leikinn
Craig heimtar ykkur á leikinn
,,Jæja góðir hálsar. Spennið beltin og hafið borðin fyrir frama ykkur í uppréttri stöðu. Athugið að hafa allan búnað með ykkur til að hafa hávaða og munið að góða skapið er skylda í farteskinu".

Á fimmtudagskvöldið tökum við á móti liði Tindastóls í fyrsta leik okkar í efstu deild í mörg herrans ár.
 
Það eru margir farnir að hlakka til leiktíðarninnar og það eina sem við getum ábyrgst er að skemmtanargildi leikjanna jafnast á við góða sýningu á "Broadway", nema það kostar mun minna að koma á Jakann og karfan er "móðir allra íþrótta" eins og Svali Björgvinsson besti lýsandi íþróttakappleikja í heiminum myndi orða það, og við viljum vera á sama máli þar.

KFÍ er vel mannað í árCraig er kominn aftur og mun stjórna okkar mönnum í vetur. Darco er kominn aftur og Hjalti er í fantaformi. Pance er á sínu fjórða ári og hefur sjaldan verið betri. Enskur drengur að nafni Carl Josey er kominn ásamt Nebojsa Knezevic, Edin Sulic, Ara Gylfasyni, Daða Berg Grétarsyni og svo eru yngri strákarnir í miklum fjölda með. Þannig að við erum vel settir hvað varðar leikmannahóp. Bobby Jerome Aldridge er nýr þjálfari þjálfari og hans aðstoðarmaður hans er Joe Davenport. Bobby hefur sett sín fingraför á leikskipulag KFÍ og verður gaman að sjá liðið undir hans stjórn. Hann er mjög líflegur á hliðarlínunni og setur skemmtilegan svip á leikinn.

Við skorum á alla að koma á leikinn hér heima á Jakann og koma snemma. Leikurinn byrjar 19.15, en við skorum á fólk að koma mun fyrr til að byggja upp stemningu og aldrei að vita nema eitthvað óvænt verði kynnt fyrir fólki. Við leitumstað við að gera leikina að fjölskylduskemmtun og við munum verða með skotleiki og annað óvænt í allan vetur.

Sem sagt, koma, sjá og umfram allt taka þátt í skemmtuninni. Og fyrir þá sem ekki komast á leikinn og eru búsettir fyrir utan svæðis, þá erum við að sjálfsögðu með beina útsendingu og slóðin er www.kfi.is/ibeinni leikirnir verða allir með þul og öllu gert góð skil umleið og það gerist. Svo er hægt að blogga við þá sem lýsa leiknum og berst svar strax á skjánum.

Áfram KFÍ Deila