Fréttir

Góð ferð á Vesturlandið hjá drengjaflokki

Körfubolti | 19.10.2010
Drengjaflokkur gerði góða ferð á Vesturlandið um helgina, sigrar unnust gegn Akranesi og Borgarnesi/Snæfelli.

Fyrri leikur helgarinnar var gegn Akranesi og vannst hann nokkur örugglega 86-58.  Leikurinn reyndist þó meira ströggl heldur en við bjuggumst við.  Líklega var um nokkurt vanmat að ræða hjá okkar drengjum og eins og þeir hafi haldið að þessi leikur myndi vinnast með "vinstri".  Þó nokkuð var um mistök en engu að síður góður sigur.  Coach Joe skipti strákunum nokkuð vel inn á og fengu allir nokkuð góðan spilatíma.
Stigin:

Stig
Vítanýting
3 stiga
Leó Sigurðsson
18
5-3

Sævar Vignisson
16
2-2

Guðni Páll Guðnason
15
2-2
1
Hermann Hermannsson
10
5-2

Hákon Atli Vilhjálmsson
8
2-0

Jón Kristinn Sævarsson
7
4-3

Óskar Kristjánsson
6
3-1

Sigmundur Helgason
2
6-2

Andri Már Einarsson 2
Jóhann Friðriksson
2



Leikur sunnudagsins var síðan gegn sameignilegu liði Snæfells/Skallagríms (Snægrím). Reyndist þetta hörkuleikur þar sem barist var um alla lausa bolta. Liðin voru jöfn nánast á öllum tölum þar til rétt síðustu mínúturnar þegar okkar drengir sigu framúr og unnu sigur 87-85. Í þessum leik sáust gríðarlega skemmtilegar útfærslur á sókn og hraðaupphlaupum, vörnin sterk en hikstaði þó á stundum, sérstaklega í að stoppa þriggja stiga skot Snægríms en tveir leikmenn þeirra beinlínis röðuðu þeim niður í andlitið á okkar drengjum. Þetta voru góðkunningar okkar,  fyrrverandi KFÍ-liðinn Hlynur Hreinsson og Körfuboltabúðavinur okkar Davíð Guðmundsson. Hörku leikur þar sem barátta og karakter í liðinu skóp sigur.
Stigin:

Stigin
Vítanýting
Þriggja stiga
Sigmundur Helgason
18
5-4
2
Hermann óskarsson
13
6-3

Jón Kristinn Sævarsson
13
4-3

Guðni Páll Guðnason
11

1
Leó Sigurðsson
11
4-1

Sævar Vignisson
10


Hákon Atli Vilhjálmsson
6
2-2

Andri Már Einarsson
3
2-1

Óskar Krisjánsson
2



Uppskera helgarinnar góð, 2 sigrar og strákarnir efstir í sínum riðli sem stendur, hafa spilað 6 leiki, unnið 5 og tapað 1.


Deila