Fréttir

Góðir sprettir ekki nóg gegn KR í Lengjubikarnum

Körfubolti | 21.10.2012
BJ var mjög góður í kvöld
BJ var mjög góður í kvöld

Við komum nokkuð vel tilbúnir í leikinn gegn KR. Allavegana í upphituninni og litum ágætlega út. En svo byrjaði leikurinn og þá sýndu KR af hverju þeim er spáð góðu gengi í vetur. Þeir létu boltann fljóta vel og opnuðu sig vel og fengu ódýrar en góðar körfur. Á hinum enda vallarins var annað upp á teningnum, við vorum að stunda einspil af stakri príði sem gekk samt ekki upp því þetta er liðsíþrótt og staðan eftir fyrsta leikhluta orðinn 29-18.

 

Áfram spiluðu KR vel og við illa og náðum við ekki að stilla okkur saman í byrjun annars leikhluta og þegar staðan var orðinn 38-18 var okkur ekki farið að lítast á blikuna, þ.e.a.s. þeim sem á horfðu. En strákarnir létu ekki slá sig út af laginnu og með flottri baráttu náðu þeir að koma þessu niður í sjö stig þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að fyrri hálfleik 43-35, en KR náði aftur smá áhlaupi og í tepásunni var staðan 48-39.

 

Þriðji leikhlutinn byrjaði fjörlega og skiptust liðin á stigum, en KR alltaf á undan og náðu mest 18 stiga forskoti 64-46, en við eltum dyggilega og náðum aftur að minnka muninn í 10 stig þegar farið var í síðasta hluta leiksins, staðan 65-55.

 

Fjórði leikhlutinn var furðulegur. KR spilaði á tíðum eins og leikurinn væri búinn en við náum að komast inn með mikilli baráttu og komum leiknum í 3 stig 68-71, en þá gerðum við þrjú klaufamistök og KRingar láta ekki bjóða sér rauða dregilinn nema einu sinni og komust aftur í þægilega forustu 78-68 og þá var eiginlega of skammt eftir til að gera eitthvað af viti. Leikurinn endaði 91-76 og KR andaði léttar.

 

Það er greinilegt að við erum enn á undirbúningstímabilinu með liðið sem er eilítið skrítið að skrifa hér. En þetta er satt og rétt. Liðið hefur æft stutt saman með allan hópinn og eru drengirnir ennþá að læra hvor á annan. Þetta lofar samt góðu og eru ungu strákarnir að fá mjög mikilvægar mínútur í bland við þá eldri sem á eftir að borga sig fyrir okkur þegar á líður.

 

Í kvöld var BJ góður. hann var með 28 stig og 7 fráköst og sýndi flott tilþrif. Chris var fínn með 19 stig og 9 fráköst. Mirko er að finna taktinn, er búinn að eiga við meiðsl að stríða en er að koma til. Hann endaði með 14 stig og 9 fráköst. Momci kom inn og setti 11 stig, Jón Hrafn endaði með 4 stig og 3 fráköst. Pance er að koma löppunum í gang og þó hann hafi ekki skorað þá átti hann fínar rispur sem og Jón Hrafn. Leó, Óskar og Gummi fengu að stíga á stóra sviðið í DHL höllinni og eru það mínútur sem skipta máli þegar talið er. Stebbi Diego sem átti flottan leik gegn Tindastól á föstudagskvöldið meiddist illa í leik gegn ÍR í gær og var á hækjum.

 

Fullt af fólki horfði á leikinn saman á Edinborg-Bistro-Bar í góðu yfirlæt Gumma og Sædísar og veður gaman að vera þar í vetur og horfa á útileiki KFÍsaman. Þessar netútsendingar eru að virka og verða bara öflugri. Við skorum á öll félög að koma sér upp svona netmiðli og þökkum KR-TV fyrir okkur. 

 

Næsti leikur okkar er á föstudagskböldið n.k. 26.október og þá mæta Keflvíkingar glorhungraðir til leiks og er það verðugt verkefni fyrir okkur enda þeir með gríðarlega gott lið.

 

Það verður þó án efa skemmtilegur leikur og erum við farin að hlakka til.

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræði leiksins

Deila