Fréttir

Gréta í U15 landsliðið

Körfubolti | 16.03.2019
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.
Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019.

Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k. Drengir keppa einnig í tveimur níu manna liðum en Vestri á ekki fulltrúa í þeim hópi í ár.

Þetta er frábær árangur hjá Grétu en mat manna er að árgangur 2004 sé virkilega spennandi í körfubolta, jafnt stelpumegin sem strákamegin. Einnig er árangur Grétu athyglisverður í ljósi þess að hún er búsett á Þingeyri við Dýrafjörð og á því langt að sækja æfingar, sem flestar eru á Ísafirði. Þjálfarar Grétu hjá Vestra eru einkum Yngvi Páll Gunnlaugsson og Nemanja Knezevic.

Þjálfarar kvennalandsliðsins eru þær Kristjana Eir Jónsdóttir  og Ólöf Helga Pálsdóttir  og verður liðið bráðlega kallað til æfinga. Kkd. Vestra óskar Grétu innilega til hamingju með árangurinn og óskar henni velfarnaðar í þessu skemmtilega en krefjandi verkefni.

Í lok mars verða aðrir landsliðshópar KKÍ kynntir en Vestri á nú þegar tvo iðkendur í úrtakshópi fyrir U16 landsliðin, Helenu Haraldsdóttur og Friðrik Heiðar Vignisson, og tvo í U18 úrtakshópi karla, bræðurnar Hilmi og Huga Hallgrímssyni.

 

Deila