Fréttir

Háspenna á Jakanum

Körfubolti | 28.02.2014
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
ÍR-ingar mættu á Ísjakann í kvöld og mættu þar heimamönnum í Domino’s deild karla. Leikurinn skipti gríðarlegur máli fyrir Ísfirðinga en eftir sigur Skallagríms á Val í gær var ljóst að þeir þyrftu að minnsta kosti tvo sigra í síðustu fjórum leikjum sínum til að bjarga sér frá falli.
 
Leikurinn skipti ekki síður máli fyrir ÍR-inga í baráttu þeirra við Stjörnuna og Snæfell um sæti í úrslitakeppninni. ÍR var fyrir leikinn í 9. sæti og hafði unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót.
 ÍR-ingar mættu á Ísjakann í kvöld og mættu þar heimamönnum í Domino’s deild karla. Leikurinn skipti gríðarlegur máli fyrir Ísfirðinga en eftir sigur Skallagríms á Val í gær var ljóst að þeir þyrftu að minnsta kosti tvo sigra í síðustu fjórum leikjum sínum til að bjarga sér frá falli.
 
 KFÍ hvíldi Josh Brown í byrjun annars leikhluta en það virtist ekki koma að sök því þeir náðu 9 stiga forustu eftir 2 mínútna spil, 29-20. Eitthvað vöknuðu ÍR-ingar við það og skoruðu 8-0 næstuna mínútuna, þar af þrisvar með hraðaupphlaup. Ísfirðingar héldu þó forustunni út leikhlutann og leiddu 39-35 í hálfleik.
 
ÍR-ingar, sem kláruðu fyrri hálfleik á þrist, byrjuðu seinni hálfleik á tveimur þristum í röð og náðu forustunni í fyrsta sinn 39-41. Josh Brown svaraði þá fyrir heimamenn með 5 stigum í röð og Ísfirðingar aftur í bílstjórasætinu, 44-41, en gestirnir náðu forustunni fljótt eftir það og héldu henni að mestu til loka leikhlutans. Staðan eftir þriðja 57-58 ÍR-ingum vil.
 
Ísfirðingar komust 5 stigum yfir, 71-66, þegar rétt rúmlega 2 mínútur lifðu leiks. ÍR-ingar svöruðu þó strax og, eftir misnotað færi hjá KFÍ, þá áttu þeir möguleika á að jafna þegar rúm mínúta var eftir. Þriggja stiga skot Sveinbjarnar geigaði þó og Valur Sigurðsson fann Ágúst Angatýsson galopinn hinu meginn á vellinum þar sem hann skoraði.
 
Matthías Sigurðsson minnkaði muninn niður í 3 stig þegar 40 sekúndur voru eftir og ÍR-ingarnir stálu boltanum eftir glórulaust innkast Ísfirðinga strax á eftir. Boltinn rataði í hendurnar á Matthíasi sem jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 73-73. Fimm stiga forusta heimamannahvarf því á nokkrum sekúndum.
 
Eftir misnotað skot hjá Ísfirðingum þá höfðu gestirnir úr Breiðholti eitt lokatækifæri til að klára leikinn. Það kom í hlut Matthíasar að taka lokaskotið en þriggja stiga skot hans rúllaði bókstaflega upp úr hringnum um leið og klukkan gall og því framlengt.
 
Framlengingin var æsispennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forustu. Ísfirðingar komust 2 stigum yfir þegar innan ein mínúta var eftir af framlengingunni eftir vítaskot Guðmundar Guðmundssonar. En það kom svo enn og aftur í hlut Matthíasar að vera hetja ÍR-inga er hann setti niður þrist þegar um 20 sekúndur voru eftir og kom eim einu stigi yfir, 83-84. Lokaskot heimamanna geigaði og ÍR-ingar því sigurvegarar í þessum háspennuleik.
 
-SS
Deila