Fréttir

Háspenna á Jakanum þar sem Snæfell nældi sér í stigin tvö

Körfubolti | 11.02.2013
Hlynur var flottur í leiknum
Hlynur var flottur í leiknum
1 af 3

Fyrirfram var talað um að þessi leikur yrði svon labb í skrúðgarðinum fyrir topplið Snæfells enda með gríðarlega sterkt lið sem er verskuldað í efsta hluta deildarinnar, en það skiptir engu máli þegar KFÍ á í hlut, því þeir spila yfirleitt best þegar mótlætið er sem mest.

 

Leikurinn var stórskemmtilegur og bauð upp á mikla dramatík og spennu þar sem bæði lið sýndu frábær tilþrif. Leikurinn hófst með látum og eftir mikla baráttu voru það strákarnir okkar sem leiddu 26-21 eftir fyrsta leikhluta.

 

Annar leikhluti var eign Snæfells sem keyrði af öllu afli á vörn KFÍ með þá Sigga Þorvalds og Nonna Mæju spennta fyrir vegninum og uppskáru Snæfellingar verskuldaða forustu og sneru leiknum sér í hag og þegar gengið var til hálfleiks var staðan 43-51 fyrir gestina.

 

Ástandið batnaði ekki mikið í þeim þriðja og gestir okkar spiluðu mjög vel og náðu 65-79 forskoti á okkar pilta þegar haldið var í síðasta leikhluta og skeifa farin að sjást á nokkrum andlitum.

 

En þá mættu strákarnir á Jakanum með látum og nú hófst leikurinn af alvöru. og eins og að hendi væri veifað var staðan komin úr 65-79 í 82-82 og allt var opið fyrir sleðaferðir á Jakanum. Og nú hófst brjáluð barátta sem varð þannig að liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 91-91 og KFÍ með boltann með 10 sekúndur eftir á klukkunni. Damier tekur stjórnina og á alveg magnað skot utan þriggjastiga línunnar sem setur KFÍ yfir 94-91og 1.3 sekúndur eftir af leiknum. Snæfellingar taka leikhlé og ráða ráðum sínum. Þeir fá boltann við hliðarlínuna á okkar vallarhelming og henda boltanum í átt að Jay Treatt en Tyron nær að fálma í boltann þannig að Jay þurfti að athafna sig á tíma sem ekki var hægt án þess að klukkan rynni út, en málið er að leiklukkan fór ekki í gang á réttum tíma og þar af leiðandi átti að endurtaka innkastið. En dómarar leiksins voru á öðru máli og dæmdu körfuna gilda og því framlengt.

 

Í stuttu máli reyndist hæð og reynsla Snæfellsdrengjanna meiri í framlengingunni meiri og fór svo að lokum að þeir sigruðu leikinn. Lokatölur 106-110.

 

Áhorfendur á Jakanum og þeir fjölmörgu sem horfðu á leikinn í gegn um KFÍ-TV fengu aldeilis rosalega skemmtun og er þetta einn af bestu leikjum KFÍ í vetur. Allir voru að standa sig vel og erum við hreyknir af baráttu liðsins sem varði fram á síðustu sekúndu og þeir gáfust aldrei upp.

 

Damier var að venju frábær, en ekki þar langt á eftir voru þeir Hlynur, Tyrone, Mirko, Kristján Pétur og Jón Hrafn. Óskar Kristjáns var hent í djúpu laugina í gær þegar hann kom inn á eftir að Jón Hrafn og Kristján Pétur voru komnir á bekkinn með 5 vinnur og stóð sig frábærlega.

 

Hjá Snæfell var Sigurður Þorvaldsson fremstur meðal jafningja og besti maður vallarins að okkar mati, en Jay, Nonni, Pálmi og Ryan voru þéttir.

 

Enn á ný eru dómarar leiksins umtalsefni og með réttu. Þeir misstu tökin á þessum leik og voru dómar þeirra í engu jafnvægi við leikinn. Þetta sást á báðum endum vallarins og það sem einum leyfðist ekki, var leyft hjá öðrum. Það komu því miður upp of mörg atvik þar sem alls ekki var rétt dæmt og er það miður. Það geta allir átt slæman dag, en þessir slæmu dagar eru einfaldlega orðnir of margir í vetur.

 

Stig KFÍ.

Damier 38 stig, 4 fráköst, 10 stosendingar, 1 stolinn og einn varinn.

Mirko 25 sig, 12 fráköst.

Kristján Pétur 17 stig (5/8 í þristum), 4 fráköst og tveir stolnir.

Tyrone 15 stig, 11 fráköst og 3 stolnir.

Hlynur 11 stig, 4 fráköst og 2 stolnir.

Jón Hrafn 4 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiksins

 

Áfram KFÍ

 

Deila