Fréttir

Hátt í 30 börn á leið á Sambíómót

Körfubolti | 28.10.2015

Hátt í 30 KFÍ krakkar á aldrinum 7-10 ára eru nú um helgina á leið á sitt fyrsta minnaboltamót í vetur en það er stóra Sambíómótið sem Fjölnir stendur fyrir í Grafarvogi. KFÍ teflir fram 5 liðum að þessu sinni, þremur stelpuliðum og tveimur strákaliðum, en félagið hefur sótt þetta mót um margra ára skeið.

 

Í vetur er í fyrsta sinn keppt samkvæmt nýjum í yngstu flokkunum þar sem aðeins 3-4 leikmenn eru inni á vellinum í einu. Þannig fá krakkarnir mun meiri spilatíma og fleiri tækifæri með boltann.

 

Það eru þjálfarakempurnar Birgir Örn Birgisson, Stefanía Ásmundsdóttir og Helgi Hrafn Ólafsson sem leiða liðin um helgina en með í för verður einnig myndarlegur hópur foreldra enda leikmennirnir enn svo ungir.

Deila