Fréttir

Hilmir og Hugi í U-15 landsliðið

Körfubolti | 01.03.2017
Félagarnir Egill, Hugi og Hilmir. Þeir tóku allir þátt í landsliðsúrtaki U-15 liðs KKÍ milli jóla og nýárs en í dag var tilkynnt um lokahópinn og komust þeir Hugi og Hilmir í endanlegan 18 manna landsliðshóp.
Félagarnir Egill, Hugi og Hilmir. Þeir tóku allir þátt í landsliðsúrtaki U-15 liðs KKÍ milli jóla og nýárs en í dag var tilkynnt um lokahópinn og komust þeir Hugi og Hilmir í endanlegan 18 manna landsliðshóp.

Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru í dag valdir í U-15 landslið Íslands í körfuknattleik. Þeir bræður voru seint á síðasta ári valdir í landsliðsúrtak ásamt Agli Fjölnissyni liðsfélaga sínum úr bikarmeistaraliði 9. flokks Vestra og tóku þátt í æfingum á milli jóla og nýárs. Frábær árangur hjá þeim öllum þótt aðeins tveir hafi komist áfram í endanlegan landsliðshóp að þessu sinni.

U-15 landslið Íslands tekur þátt í Copenhagen Invitation mótinu í Danmörku í júní og mun Ísland tefla fram tveimur níu manna liðum á mótinu. Þjálfari landsliðsins er Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari Snörri Örn Arnaldsson.

Deila