Fréttir

Ingimar Aron áfram með Vestra

Körfubolti | 02.07.2018
Ingimar Aron Baldursson verður  áfram í herbúðum Vestra.
Ingimar Aron Baldursson verður áfram í herbúðum Vestra.

Bakvörðurinn efnilegi Ingimar Aron Baldursson hefur samið við Vestra um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Ingimar Aron lék stór hlutverk með liðinu á síðasta tímabili, var í byrjunarliðinu í 26 leikjum af 27, og skoraði 11,6 stig, tók 2,9 fráköst og gaf 2,9 stoðsendingar. Þessi bráðefnilegi leikmaður tók miklum framförum og sýndi hvers hann er megnugur bæði varnarlega og sóknarlega síðastliðinn vetur. Hann fékk viðurkenningu á lokahófi Vestra fyrir mestu framfarirnar og var einnig valinn í 24 manna æfingahóp U-20 landsliðsins í vor. Auk þess skilaði Ingimar góðu starfi sem þjálfari í Krakkakörfu Vestra en það er æfingahópur 6 og 7 ára barna.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Ingimar Aron. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þessum Ísfirðingi á parketi Jakans áfram.

Deila