Fréttir

Ísfólkið stendur með KFÍ

Körfubolti | 19.04.2013
Sævar formaður hér ásamt Gaua, Guðna Ólafi og Guðfinnu Hreiðarsdóttur
Sævar formaður hér ásamt Gaua, Guðna Ólafi og Guðfinnu Hreiðarsdóttur

Í gær kom fulltrúi Ísfólksins Gaua.Þ og afhenti stjórn KFÍ ágóðan sem var af grímuballinu 2013. Hefð hefur verið fyrir því að Ísfólkið hafi sett fjármagn í félagið með vinnuframlagi og grímuballið er orðinn fastur punktur í þessu þar sem allir gefa sína vinnu.

 

Vill KFÍ koma kærum þökkum til þeirra er hönd lögðu til verka og hlakkar til að halda áfram að vinna með þessu frábæra fólki.

 

Sérstakar þakkir fá þeir Rúnar Örn Rafnsson og Viðir Arnarson fyrir ómetanlegt vinnuframlag á grímuballinu, en þeir þeyttu skífum af mikill snilld..

 

 

Deila