Fréttir

Jólakarfa á aðfangadag

Körfubolti | 23.12.2013

Jólakarfan verður samkvæmt hefðinni á aðfangadag og hvetjum við alla krakka í KFÍ til að mæta og bjóða systkinum sínum og foreldrum með. Frá klukkan 11 til 12 verður íþróttahúsið á Torfnesi opið fyrir börn til 14 ára aldurs og er von á óvæntum gesti sem mun gleðja yngri kynslóðina. Frá klukkan 12 til 14 taka eldri iðkendur við, en segja má að þar fái þeir gullið tækifæri til að hreyfa sig ærlega áður en haldið er heim í jólasteikina. 

Stjórn yngri flokka KFÍ óskar öllum iðkendum félagsins og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Deila