Fréttir

Jonathan Braeger aftur til Vestra

Körfubolti | 18.07.2023

KKD Vestra hefur samið aftur við Jonathan Braeger fyrir komandi tímabil. Hann mun einnig þjálfa 12. flokk karla auk þess að koma að annarri þjálfun yngri flokka félagsins.

Jonathan kom til okkar undir lok síðasta tímabils og var afbragðs leikmaður og góður liðsfélagi. Hann þjálfaði einnig yngri flokka félagsins. Hann var skilningsríkur á það uppbyggingarstarf sem er nú í gangi hjá félaginu og var yngri leikmönnum hvatning í nálgun sinni á leikinn.

Næsta tímabil mun líka einkennast af áframhaldandi uppbyggingu og mikilvægt að hafa leikmenn eins og Jonathan í þeirri vegferð.

Deila