Fréttir

KFÍ-Grindavík í Dominos deildinni verður á sunnudagskvöld 10.mars kl.19.15

Körfubolti | 06.03.2013
Jón Hrafn er tilbúinn
Jón Hrafn er tilbúinn

Leikurinn er vera átti í dag fimmtudaginn 7.mars hefur verið frestað þar sem ekki var unnt að flúga frá Reykjavík. Leikurinn verður sunnudaginn n.k. kl.19.15

 

Innan raða Grindavíkur er valinn maður í hverri stöðu sinnum tveir og eru þeir verðskuldað í efsta sæti Dominos deildarinnar. Það er þó enginn uppgjöf í okkar mönnum og menn tilbúnir í verkefnið sem er eftir í deildinni, en það má segja að við höfum allt að vinna og hver leikur héðan í frá er úrslitaleikur fyrir okkur og verður spilaður sem slíkur.

 

Aðalhutverk í Grindavík eru þessir:

Aaron Boussard 22.5 stig, 9.1 frákast.

Samuel Zeglinski 22.1 stig, (44% þriggja), 6 fráköst og 6 stoðir.

Siggi Steina og Evu 14 stig og 8 fráköst.

Jóhann Ólafsson 12 stig og 4 stoðir.

Þorleifur Ólafsson 11 stig, 4 fráköst og 3 stoðir.

Ómar Sævarsson 5 stig, 5 fráköst.

Ryan Petinella 4 stig, 4 fráköst.

Björn Brynjólfsson 4 stig 2 fráköst.

Ólafur Ólafsson 4 stig, 2 fráköst.

 

Við verðum að fá stuðning áhorfenda enda löngu sannað að stuðningmenn eru sjötti maðurinn á vellinum. 

 

Við munum að sjálfsögðu verða með beina útsendingu frá leiknum og hefst hún kl.19.05  hér á KFÍ-TV

 

Áfram KFÍ

Deila