Fréttir

KFÍ-Hrunamenn á sunnudagskvöld.

Körfubolti | 14.01.2010
KFÍ-Hrunamenn = flottur leikur
KFÍ-Hrunamenn = flottur leikur
Sunnudagskvöldið 17. janúar koma hinir harðduglegu strákar frá Hrunamönnum og ætla að selja sig dýrt gegn meistaraflokk KFÍ. Strákarnir frá Flúðum eru sýnd veiði, en ekki gefin. Þeir gefast aldrei upp og þetta verður erfiðir leikur.

Síðati leikur okkar manna var gegn Þór frá Akureyri þar sem við rétt mörðum sigur, en KFÍ hefur tekið breytingum eftir áramót. Matt Sowa er farinn frá KFÍ, en í stað hans eru komnir þeir Hlynur Hreinsson, Denis Hvalek og Igor Tratnik.

Við þurfum að slípa liðið saman og eru mörg kerfi farin og önnur kominn til þess að breyta leikstílnum. Það er von okkar að allir komi á Jakann n.k sunnudagskvöld og hvetji strákana áfram og breji um leið nýja KFÍ menn augum. Leikurinn hefst stundvíslega kl. 19:15

Áfram KFÍ. Deila