Fréttir

KFÍ á fulla ferð

Körfubolti | 04.08.2011
Chris er á leiðinni
Chris er á leiðinni

Jæja þá er einn af fréttariturunum kominn til baka og allt að komast á fulla ferð. Pétur Már þjálfari mættur á svæðið og farinn að sparka í rassa. Drengirnir hafa verið duglegir að æfa í sumar undir handleiðslu Péturs og Jón Oddsonar. Núna eru meistaraflokkar KFÍ byrjaðir að æfa og innan tíðar byrja yngri flokkarnir. Sem sagt allt farið á fullt við undirbúning fyrir átök vetrarins.

 

Craig og Chris koma í lok mánaðarins og einnig Jón Hrafn og Siggi Haff og þá ætlar Pétur að skrúfa upp hitann og láta menn svitna. Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Patreksfjarðar með meistaraflokkana og æfingamót eru á dagskrá.

 

Við munum setja reglulega fréttir inn næstu daga, enda margt að segja frá.

 

Áfram KFÍ.

Deila