Fréttir

KFÍ mætir Hamri

Körfubolti | 08.02.2016
KFÍ tekur á móti Hamri á morgun þriðjudag.
KFÍ tekur á móti Hamri á morgun þriðjudag.

Á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar, er komið að leik KFÍ og Hamars í 1. deild karla í körfubolta hér heima. Leikurinn átti að fara fram síðastliðinn föstudag en var frestað vegna veðurs. Leikurinn hefst líkt og venja er kl. 19:15.

 

Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkar menn og hvetjum við því alla til að mæta og styðja við bakið á liðinu.

 

Að vanda verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

 

Grillið fær þó frí að þessu sinni en sjoppan verður opin.

Deila