Fréttir

KFÍ mætir Val á útivelli

Körfubolti | 17.12.2015
Strákarnir mæta Val á útivelli á morgun föstudag.
Strákarnir mæta Val á útivelli á morgun föstudag.

Á morgun, föstudaginn18. desember, mætir KFÍ Valsmönnum í lokaumferð 1. deildar karla fyrir jólafrí. Leikurinn fer fram á heimavelli Valsmanna að Hlíðarenda og hefst kl. 19:30. Okkar menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að fjarlægast fallsætin illræmdu. Valsmenn sitja á toppi deildarinnar ásamt Þór og Fjölni með tólf stig, sex sigra og eitt tap. Róðurinn gæti því orðið þungur en ef strákarnir sýna baráttu allan leikinn getur allt gerst.

 

Þetta verður jafnframt síðasti leikur Christophers Anderson með KFÍ en hann hefur komist að samkomulagi við stjórn KFÍ um að leika ekki með liðinu eftir áramót. Stjórn KFÍ þakkar Christopher kærlega fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framhaldinu.

 

Fyrsti leikur KFÍ eftir áramót er heimaleikur gegn Ármanni þann 8. janúar.

Deila