Fréttir

KFÍ og BÍ/Bolungarvík í samstarf. "Vinnum saman"

Körfubolti | 29.11.2011
Ásgeir Guðbjartsson og Eyþór Jóvinsson eru hér ásamt fulltrúum KFÍ og BÍ/Bolungarvík Guðna Ó. Guðnasyni og Samúel Samúelssyni. Mynd. Benedikt Hermansson
Ásgeir Guðbjartsson og Eyþór Jóvinsson eru hér ásamt fulltrúum KFÍ og BÍ/Bolungarvík Guðna Ó. Guðnasyni og Samúel Samúelssyni. Mynd. Benedikt Hermansson

Í hálfleik í leik KFÍ-Breiðabliks var skrifað undir við fyrstu tvo korthafa stuðningmannakorts "Vinnum saman" sem er samstarf sem KFÍ og BÍ/Bolungarvík settu á koppinn. Þetta samstarf snýst um að selja stuðningmannakost sem gildir á alla leiki meistaraflokka félaganna og veitir korthöfum bæði forgang að ýmsu s.s. kaffiveitingum og forkynningum á liðunum fyrir leiki frá þjálfurum félaganna og ýmsum góðum afsláttum frá fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og frá Sólsteinum sem er alliða steinsmiðja og hefur verið dyggur stuðningaðili beggja félaganna.

 

Þetta er stór áfangi hjá þessum félögum og er byrjun á meira og betra samstarfi í náinni framtíð.

 

Það voru þeir Ásgeir Guðbjartsson "Geiri á Guggunni" og Eyþór Jóvinsson sem fengu kort númer 1. og 2. Eyþóri finnst það ekki leiðinlegt að vera næstur á eftir stórhöfðingja sem Geiri er og brosti út í eitt. Þess má geta að Eyþór æfði körfubolta undir handleiðslu Guðna Ó. Guðnasonar og lét ekki stoppa sig að búa á Flateyri. Hann sótti æfingar af ákefð og alúð og er annálaður áhugamaður um íþróttir eins og Geiri sem hefur stutt dygglilega við íþróttir og félagsmál í áratugi. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í þennan klúbb og er von okkar að karfan og fótboltinn muni áfram vera til fyrirmyndar.

 

Við hvetjum alla að kynna sér ágæti kortsins sem mun veita þeim sem það eiga góða aflætti frá mörgum fyrirtækjum og styðja við starf félaganna í leiðinni. Þetta er tímamótasamningur á milli KFÍ og BÍ/Bolungarvíkur og er mikil tilhlökkun hjá öllum þeim sem að þessu standa.

 

Áfram KFÍ og BÍ/Bolungarvík

Deila